29.7.2008 | 19:54
Bæ Bæ Finnland
Þessi síða var eitthvað biluð í gær svo ég gat ekki bloggað þá. Ætla að byrja núna á að henda inn nokkrum línum um gærdaginn, svo daginn í dag.
Mánudagur:
Hitti Kjarra og Hennu og fór með þeim í bæjarrúnt. Löbbuðum soldið um og skoðuðum m.a. njósnarasafnið. Þar gerðist einn sá ólíklegasti hlutur sem ég hef lent í lengi. Í njósnarasafninu hittum við á Guðjón P. sem ég hafði ekki hugmynd um að væri í Finnlandi. Held að líkurnar á þessu hljóti að vera alveg stjarnfræðilega litlar.
Kjarri og Hennu komu annars bara til Finnlands á laugardaginn og búa hjá foreldrum hennar þar til 1. Ágúst þegar þau fá íbúðina sína afhenta. Eru bara í fríi þangað til.
Um kvöldið rölti ég svo aftur niður í miðbæ og hitti Jukka, einn af Finncon skipulagningargæjunum, og vini hans í pöbbamat og smá bjór. Var með þeim fram eftir kvöldi áður en ég rölti aftur heim á hótel að sofa.
Það kann að virðast sem ég hafi gert voða lítið þennann dag en þetta fól allt saman í sér fleiri kílómetra að labbi svo ég var ansi þreyttur eftir daginn.
Þriðjudagur (í dag):
Ferðadagur. Annars þekktur sem dagur hinna villandi upplýsinga.
Strax eftir morgunmatinn fórum við Chantal að reception deskinu og báðum um airport taxi, en okkur hafi verið bent á að panta þannig til að fá flatt gjald og á réttum tíma fyrir flug. Þá sagði sú sem var í afgreiðslunni að við gætum bara pantað hann þegar okkur hentaði að fara.
Eftir hádegismat fórum við að hugsa okkur til hreyfings en þá var okkur sagt að við gætum ekki pantað airport taxi því það væri of stuttur fyrirvari, svo við urðum að taka venjulegann taxa.
Eftir flug til Helsinki skildust leiðir hjá okkur Chantal og við tók stress hjá mér að finna hliðið í næsta flug því það fór í loftið 45 mínútum eftir að fyrri vélin lenti, sem þýddi að það átti að byrja að hleypa fólki inn 5 mínútum eftir að ég komst út úr vélinni. Það gekk þó auðveldlega og ekkert mál að koma sér til Gautaborgar.
Að koma sér þaðan til Kungälv var annað mál og heldur verra.
Miðborgin er um 30 mín norðan við flugvöllinn og Kungälv aftur tæpum 30 mín norðar en það, sem þýddi að það að taka taxa alla kom eiginlega ekki til greina. Ég tók flybussinn upp í miðborg sem var svosem ekkert mál, en eftir það fór þetta heldur að vandast.
Ég vissi að ég átti að taka rútu en ég vissi ekki hvaða rútu eða hvernig ég fengi miða. Svo ég fer inn á brautarstöðina, sem er síðasta stopp hjá flybussinum og elti "tourist information skiltin". Þau leiða mig nokkur hundruð metra yfir í verslunarklasa hinum megin við götuna. En information deskið þar var að loka þegar ég kom að og þurfti að fara í næsta sem var nokkur hundruð metra eftir fjölmennri verslunargötu.
Ég rogast þangað með 25 kílóa töskuna mína og það hjálpar ekki til að það festist tyggjó eða eitthvað í hjólinu svo það verður skyndilega helmingri þyngra að draga hana og ég get ekki lagað þetta þar og þá.
Kemst loksins í information og gæjinn þar segir mér að það sé kiosk handan við hornið þar sem ég get keypt rútumiða og ég taki bara næstu "gron express" rútu. Hann benti mér reyndar í vitlausa átt svo ég þurfti að leita soldið að sjoppunni. Svo þegar ég er búinn að rogast til baka kemst ég að því að ég gat alls ekkert tekið bara næstu svona rútu heldur er bara ein og ein sem fer til Kungälv og næsta ekki fyrr en 45 mín seinna.
Mér var líka ráðlagt að kaupa svona 100-kort sem kostar ss 100 sænskar krónur og svo er bara tekið af því í hvert skipti sem maður fer í rútuna. Ég skil ekki alveg það sem stendur á því en annaðhvort kostaði farið hingað 60kr eða ég á 60kr eftir, sem mér finnst hvorugt sérstaklega góð nýting á svona korti.
Kungälv er þó mjög fallegur staður. Mikið af gróðri og virðist vera frekar lítið og notalegt samfélag bara. Hótelið er alveg upp við ána og mjög fallegt um að litast. Til að halda áfram að vera neikvæður verð ég þó að kvarta yfir því að herbergið er frekar lítið miðað við það að við verðum tveir í því og að það er svakalega heitt inni í því. Mikið mikið heitara en úti og engin vifta eða loftkæling eða neitt.
Hef ekki haft orku í myndir í dag og var aldrei búinn að setja inn á tölvuna þær sem ég tók í gær. Hendi bara þessfleirum inn á morgun. Fékk líka nokkrar frá Jukka frá ráðstefnunni, m.a. af mér að babbla.
Fer á morgun að hitta Hemma. Þó ég nenni nú varla niður í miðborg strax aftur þá held ég það verði nú auðveldara núna þar sem ég kann pínu á þetta.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.7.2008 | 19:05
Ráðstefnunni lokið
Þá er seinni degi Finncon + Animecon lokið.
Aðeins minna að gera í dag, bara eitt blaðaviðtal en ég var með kynninguna mína fyrst svo það var soldið stress. Kynningin gekk bara nokkuð vel en ég var heldur fljótur að rulla henni út úr mér svo ég þurfti aðeins að teygja hana í endann. Átti bara nokkrar glærur eftir þegar ég fékk "15 mínútur eftir" skiltið. En það reddaðist alveg. Hafði bara góðann tíma fyrir spurningar.
Viðtalið var bara frekar þæginlegt, ágætis gæji sem tók það. Hefur komið mér mikið á óvart hvað er lítið stress í kringum svona viðtöl. Taka samt orku þar sem maður þarf að hugsa um hvert orð sem maður segir og alltaf að vera nice og vinalegur alveg sama hvernig hinir eru.
Allavegna eftir það og stressið við kynninguna var eins og maður væri búinn að vinna heilann 8 tíma vinnudag.
Skruppum samt að labba aðeins um Tampere seinnipartinn. Höfum ekkert haft tækifæri til að skoða mikið hingað til. Röltum í miðbæinn sem er mjög fallegur, mikið af gömlum steinhúsum sem er vel haldið við, mikið af trjám og á sem liggur gegnum miðjann bæinn. Röltum svo til baka og fórum upp á herbergi að gera ekki neitt. Það slæma við svona ferðir er að það koma oft nokkrir klukkutímar þar sem maður hefur nákvæmlega ekkert að gera.
Við gætum reyndar verið í partý núna eins og öll hin kvöldin en fyrri tvö kvöldin slepptum við því upp á að vera ekki þreytt og þunn í kynningum og viðtölum og í kvöld af því partýið er fyrir utan bæinn og það er engin leið að komast til baka fyrir miðnætti, sem hefði þýtt dvöl upp á allavegna 5 tíma.
Höfum svo daginn á morgun alveg frjálsann. Ætlaði að hitta Kjarra og Hennu en hef ekki heyrt frá þeim ennþá. Er ekki með nýju símanúmerin hjá þeim. Þarf að reyna að redda þessu einhverveginn. Annars fer maður bara á Lenínsafnið og Njósnarasafnið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.7.2008 | 19:10
Búningaleikir og blaðamenn
Jæja þá er fyrri dagurinn búinn og þrjá fjölmiðlaviðtöl að baki, þar af tvö sjónvarpsviðtöl.
Það var ekkert að gerast hjá okkur fyrr en um hádegi svo ég kíkti á ráðstefnuna skömmu eftir opnun, bara til að skoða umhverfið og fólkið. Mér brá heldur í brún því þó ég vissi að þetta væri að hluta til búningaráðstefna grunaði mig ekki að annar hver maður eða fleiri yrðu kappklæddir í þvílíka búninga. Réttara væri reyndar að segja kappklæddar þar sem þetta voru nánast eingöngu stelpur og oftast á táningsaldri.
kl 12 var svo kynningin hjá Chantal og hún gekk bara vel þrátt fyrir stress í byrjun og smá tæknilega örðugleika. Greinilega að verða þaulvön þessu. Eftir kynninguna fengum við svo klukkutíma frí til að slappa af áður en við fórum í 3 viðtöl í röð sem hvert um sig tók klukkutíma.
Fyrsta og síðasta voru sjónvarpsviðtöl og hitt var blaðaviðtal. Þetta eru mín fyrstu almennilegu fjölmiðlasamskipti af þessu tagi og ég var eiginlega hissa á hvað þetta var auðvelt og laust við stress. Skemmdi ekki fyrir sér heldur að hafa vanari manneskju með.
Þetta dregur samt afskaplega mikið úr manni að þurfa að vera upp á sitt besta í 3 tíma straight og þegar allt var búið vorum við bæði banhungruð og frekar þreytt. Fórum og fengum okkur kínverskan mat og tókst svo að leigja DVD, sem ég var ekki viss um að væri hægt þar sem við erum túristar. Hún horfði í sínu herbergi meðan ég æfði kynninguna mína, en ég held hana á morgun og svo ætla ég að glápa á hana á eftir ef ég verð ekki of þreyttur.
Það er reyndar Finncon partý í gangi en ég er alltof þreyttur á þannig og þarf líka að vera hress á morgun.
Morgundagurinn verður samt heldur rólegri, ég verð með kynningu kl 13 og svo verður eitt blaðaviðtal svo við þurfum ekki einu sinni að brosa ;)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.7.2008 | 17:45
Koma til Tampere
Flugum klukkan 8 í morgun svo ég þurfti að vakna kl 04:30 til að ná leigubíl 05:30. Flugið frá Íslandi var ótrúlega þæginlegt þar sem það voru nokkrar raðir í vélinni á almennu farrými með eins sæti og eru á saga class og okkur tókst að fá þau.
Flugið frá Helsinki til Tampere var ekki jafn þæginlegt. Minni vél, níðþröng og óþæginleg og hristist aðeins meira. Chantal leið ekki vel í hristingnum. Sem betur fer var flugið bara 20-25 mínútur.
Í Tampere vorum við sótt af Jukka, sem er program manager fyrri Finncon, og vini hans og þeir keyrðu okkur í smá sýnistúr um bæinn og svo á hótelið þar sem við ræddum aðeins við Jukka. Það er búið að auglýsa komu okkar á Finncon töluvert hérna svo ég geri ráð fyrir að salurinn verði vel fullur þegar við tölum, en sá sem við verðum í tekur 250 manns.
Jukka er líka búinn að setja upp fyrir okkur 4 viðtöl: Tilt TV sem er vinsælasti leikjaþáttur í Finnlandi, Pelit-lehti sem er stærsta leikjablað í Finnlandi, Edome + GameTV sem er stærsta online leikjablað Finnlands + leikjaþáttur og V2.fi sem er finnsk leikjasíða.
Ég er að gera ansi hluti í fyrsta skipti hérna, kynna á ráðstefnu og sjá um blaðaviðtöl og mér finnst eiginlega undarlegt að ég skuli ekki vera meira stressaður en ég er. Ég ætla ekkert að ljúga því að ég sé alveg pollrólegur en þó ekki svo slæmur.
Við erum aðeins búin að rölta um bæinn og fá okkur kvöldmat og svona en Finnland er 3 tímum á undan svo það er eiginlega eftirmiðdagssnakk fyrir manni. Vona bara að maður geti sofnað á skikkanlegum tíma svo maður geti tékkað sig inn um 09:30 (Sem er 06:30 á Íslenskum tíma)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.7.2008 | 22:16
Finncon og European Academy
Er á leið út til Finnlands að tala fyrir CCP á Finncon. Þetta er almenn sci-fi ráðstefna, sú stærsta sinnar tegundar í Finnlandi. Við Chantal erum að fara bara tvö og verðum með sitthvora kynninguna.
Eftir þetta fer ég svo beint á námskeið í Svíþjóð. JCI European Academy er námskeið til að þjálfa upp verðandi forseta aðildarfélaga. Stefni á að verða forseti JCI Reykjavíkur 2010. +
Edda greyið verður heima allann tímann að hafa áhyggjur af mér.
Ætla að reyna að uppfæra þetta daglega eða eftir getu ef ég á erfitt með að komast í net.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2008 | 16:13
Bónus að slá slöku við?
Verð lækkar í Nóatúni, Kaskó og Nettó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2008 | 17:44
Óhjákvæmilegt
Stal munum úr húsi sem yfirgefið var vegna jarðskjálfta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2008 | 17:43
Gæði fréttamennsku
Fréttaþreyta unga fólksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2008 | 17:39
Nú er ég hættur að nenna þessu
Held ég muni ekki nenna að fara til USA aftur sem ferðamaður. Sat seinast í 2 tima á JFK til að fá að skila þessu blessaða blaði og láta yfirheyra mig um hvort ég væri ekki örugglega nasisti, meðlimi Al-Quida og ætlaði ekki að selja kærustuna mína í þrældóm.
Nóg af öðrum löndum sem er gaman að fara til.
Hertar reglur um ferðir til Bandaríkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.6.2008 | 17:37
Lítið aðgengi að fréttum???
"Það sem ekki má gleyma er að aðgangur heyrnarlausra að fréttaefni er mjög takmarkaður..."
Ég skil það að erlent heyrnarlaust fólk á erfitt með það en ég skil ekki hvernig íslenskt heyrnarlaust fólk hefur mjög takmarkaðann aðgang að fréttum. Ég fæ allar mínar fréttir gegnum blöðin og netið og heyri því yfirleitt ekki múkk í þeim. Er mér að yfirsjást eitthvað eða er þetta stormur í vatnsglasi?
Ósátt við að táknmálsfréttir féllu niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)