16.9.2008 | 14:59
Hvað er "tölvufíkn"?
Ég hef heyrt um ýmsar fíknir. Leikjafíkn, Vefskoðunarfíkn, Klámfíkn, Spjallfíkn en aldrei hef ég heyrt um tölvufíkn áður. Hverju er maður háður þegar maður er "tölvufíkill"?
Ég vinn á tölvu allann daginn og eins ótrúlegt og það kann að virðast er ég að gera mjög fjölbreytta hluti. Þegar ég kem heim fer ég svo jafnvel að gera aðra hluti á tölvu.
Það sem ég geri ráð fyrir hér að sé verið að tala um er netspilunarfíkn, sem á sér helst stað í leikjum eins og World of Warcraft og EVE-Online. Hún er vandamál sem þarf að taka á en vegna þess hversu nýtt þetta er hefur enginn brugðist við á Íslandi með meðferðarúrræði.
Oftast er heldur ekki um langvarandi ástand að ræða heldur tímabil þar sem fólk tekur þetta út. Þessi fíkn er ekki eins algeng og má halda af fjölmiðlaumfjöllunum og margir spila netleiki mikið án þess að úr því verði nokkurntíma vandamál.
Fólk getur verið mjög félagslynt og samt spilað tölvuleiki. Ótrúlegt, ég veit.
Tölvufíkn veldur brottfalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ég spila World of Warcraft
og skil svosem ósköp vel að fólk geti orðið háð þessum leik, en þetta er bara hobbí sem ekki má taka of alvarlega, og eins og með allt sem er gert í óhófi, þá er það bara óholt EF það er gert í óhófi. Ég tek mér ekki frí frá vinnu eða fjölskyldu og vinum til að fara og spila og þeir sem ég þekki sem spila þennann leik gera það ekki heldur, ég hef heyrt um ólukku sumra en þá eingöngu í fjölmiðlum og þó þetta geti verið vandamál fyrir suma held ég að þetta sé vandamál sem þarf að taka á á einhvern hátt, en þetta er að mínu mati blásið talsvert upp í fjölmiðlum og verður að taka fréttum um svona með hæfilegri varúð.
Halli G (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 16:56
Jájá, það er hægt að verða háður hverju sem er sem getur haft áhrif á dópamínframleiðslu í heilanum. Mikil spilun þarf ekki að jafngilda fíkn.
Langflestir geta spilað leikina án þess að úr verði fíkn og jafnvel spilað þá mikið og reglulega.
Því miður þá er tölvuleikjafíkn samt mjög raunverulegur og alvarlegur hlutur sem enn í dag er órannsakað fyrirbæri og meðferðir ennþá frumstæðar.
Grétar, 16.9.2008 kl. 22:35
Hmm, ég á 4 lvl 70 í WoW, ætli ég þurfi að fara að kíkja á Vog ?
Annars er eins og hver kynslóð hafi stundað eitthvað hættulegt, hvað skyldu annars amma og afi hafa sagt yfir rokktónlistinni í denn?
Rebekka, 18.9.2008 kl. 06:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.