5.8.2008 | 19:49
European Academy
Jæja, ég ætla að reyna að gefa einhverja smá mynd af því sem við erum búin að vera að gera síðustu daga. Búið að vera ansi mikið í gangi.
Ég hitti nokkra þáttakendur héðan á fimmtudagskvöldið og við fórum saman úteftir í Gautaborg að fá okkur að borða. Enduðum á að vera um 10 manns og kíktum á pöbbinn eftir á. Fórum nú samt snemma heim þar sem við þurftum að taka strætó til baka og akademían byrjaði daginn eftir.
Á föstudeginum var okkur skipt í hópa og kynnt fyrir okkur hvað við yrðum að gera y
Byrjuðum eftir hádegi á föstudeginum. Þá var okkur skipt í hópa og kynnt fyrir okkur hvað við myndum gera það sem eftir væri akademíunar. Fórum líka í gegnum fyrstu verkefnin og kúrsana.
Hóparnir áttu svo hver að flytja sitt verkefni á mánudeginum og eini tími sem við höfðum í það var eftir kvöldskemmtanir svo við vorum oftast vel framyfir miðnætti að undirbúa. Dagskráin byrjaði svo 08:15 á morgnanna, svo það var ekki sérstaklega mikið sofið.
Á laugardeginum var útiprógramm mest allann daginn þar sem var unnið í öðrum hópum og hver hópur átti að lesa ákveðnar þrautir. Svo var farið í saumana á því hvernig hópvinnan var og hvað hefði mátt fara betur. Þetta varð bæði til þess að maður kynntist þessu fólki á ótrúlega skömmum tíma og maður lærði ansi mikið um hópvinnu almennt.
Sunnudagurinn var meira inniverkefni og fyrirlestrar, unnið í upprunalegu hópunum. Þetta er fólkið sem maður var hvað mest með svo maður kynntist því líka ótrúlega vel á þessum fáu dögum.
Um kvöldið var svo farið að skoða kastalann sem er hérna við hliðina og við borðuðum kvöldmat þar. Flestir fóru þó strax eftir matinn því daginn eftir þurfti að flytja verkefnin.
Vorum að til að verða 2 um nóttina eftir að leysa ýmis vandamál með hópvinnuna. Sofnaði nær 3 og þurfti að vakna fyrir 7 og koma mér í jakkaföt fyrir kynninguna.
Kynningarnar tóku allann morguninn og voru margar hverjar alveg æðislegar. Heimsforseti JCI, Graham Hanlon, stjórnaði öllu af festu og öryggi. Náði spjalli af honum seinna um kvöldið og hann virðist vera alveg frábær náungi.
Eftir lokanámskeiðshlutann var svo gala veisla um kvöldið. Mikið af ræðuhöldum, mikið af tilfinningum í gangi þar sem fólk hafði kynnst mikið af fólki þarna og vildi ekki sleppa af þeim hendinni strax. Þetta varð líka til þess að partýið um kvöldið dróst vel á langinn og ég var sjálfur ekki kominn upp á herbergi fyrr en 05:30. Hef ekkert sérstakt að gera í dag annað en að pakka svo ég gat leyft mér að vakna seint.
Flýg kl 10:40 á morgun svo ég þarf vera kominn af stað snemma. Tek strætó á völlinn þar sem það er frekar langt svo ég þarf jafnvel að fara áður en morgunmaturinn byrjar. Þeas fyrir 7.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.