25.7.2008 | 17:45
Koma til Tampere
Flugum klukkan 8 í morgun svo ég þurfti að vakna kl 04:30 til að ná leigubíl 05:30. Flugið frá Íslandi var ótrúlega þæginlegt þar sem það voru nokkrar raðir í vélinni á almennu farrými með eins sæti og eru á saga class og okkur tókst að fá þau.
Flugið frá Helsinki til Tampere var ekki jafn þæginlegt. Minni vél, níðþröng og óþæginleg og hristist aðeins meira. Chantal leið ekki vel í hristingnum. Sem betur fer var flugið bara 20-25 mínútur.
Í Tampere vorum við sótt af Jukka, sem er program manager fyrri Finncon, og vini hans og þeir keyrðu okkur í smá sýnistúr um bæinn og svo á hótelið þar sem við ræddum aðeins við Jukka. Það er búið að auglýsa komu okkar á Finncon töluvert hérna svo ég geri ráð fyrir að salurinn verði vel fullur þegar við tölum, en sá sem við verðum í tekur 250 manns.
Jukka er líka búinn að setja upp fyrir okkur 4 viðtöl: Tilt TV sem er vinsælasti leikjaþáttur í Finnlandi, Pelit-lehti sem er stærsta leikjablað í Finnlandi, Edome + GameTV sem er stærsta online leikjablað Finnlands + leikjaþáttur og V2.fi sem er finnsk leikjasíða.
Ég er að gera ansi hluti í fyrsta skipti hérna, kynna á ráðstefnu og sjá um blaðaviðtöl og mér finnst eiginlega undarlegt að ég skuli ekki vera meira stressaður en ég er. Ég ætla ekkert að ljúga því að ég sé alveg pollrólegur en þó ekki svo slæmur.
Við erum aðeins búin að rölta um bæinn og fá okkur kvöldmat og svona en Finnland er 3 tímum á undan svo það er eiginlega eftirmiðdagssnakk fyrir manni. Vona bara að maður geti sofnað á skikkanlegum tíma svo maður geti tékkað sig inn um 09:30 (Sem er 06:30 á Íslenskum tíma)
Athugasemdir
Noh stóri bró bara að meika það þarna úti =)
Anton (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.