Kungälv og Hemmi

Hefði viljað taka öllum gærdeginum rólega þar sem ég er að verða ansi þreyttur af öllum þessum ferðalögum en því var víst ekki að fagna. Tók reyndar 2-3 tíma í hvíld um morguninn áður en ég fór svo að skoða Kungälv soldið.

Kungälv er mjög skemmtilegur gamall bær og bara svakalega fallegur. Setti inn nokkrar myndir neðst. Rölti um vel fram yfir hádegi en þetta er ekkert mjög stórt svo það er takmarkað hægt að skoða.

Eftir það fór ég að búa mig undir ferðina til Hälmstad þar sem ég hitti Hemma. Ég er ekkert sérlega sleipur í samgöngukerfunum hérna svo ég ákvað að vera kominn soldið fyrr á brautarstöðina til að hafa góðann tíma og til að geta skoðað Gautaborg pínu líka.

Það er eins gott að ég gerði það því ég var eitthvað að vandræðast þarna í góðann tíma áður en ég fattaði loksins hvaða fyrirtæki þetta var sem sá um lestirnar og hvar ég gat fengið miðana mína. Hafði lítinn tíma til að skoða Gautaborg, rétt hljóp inn í næsta mall til að fá mér að borða.

Eftir tæpa 1.5 klst lestarferð koma ég svo til Hälmstand á svipuðum tíma og Hemmi. Röltum í miðbæinn og fengum okkur að borða. Töltum svo aðeins um og spjölluðum. Vorum saman í ca 4 tíma áður en lestarnar fóru aftur og ég var ekki kominn upp á hótel fyrr en rúmlega 23.

Er orðinn ansi þreyttur á að vera á ferð og flugi og hef hugsað mér að gera mest lítið í dag. Var samt búinn að lofa mér í mat með JCI fólki í Gautaborg...Picture 298


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband