Bæ Bæ Finnland

Þessi síða var eitthvað biluð í gær svo ég gat ekki bloggað þá. Ætla að byrja núna á að henda inn nokkrum línum um gærdaginn, svo daginn í dag.

Mánudagur:
Hitti Kjarra og Hennu og fór með þeim í bæjarrúnt. Löbbuðum soldið um og skoðuðum m.a. njósnarasafnið. Þar gerðist einn sá ólíklegasti hlutur sem ég hef lent í lengi. Í njósnarasafninu hittum við á Guðjón P. sem ég hafði ekki hugmynd um að væri í Finnlandi. Held að líkurnar á þessu hljóti að vera alveg stjarnfræðilega litlar.

Kjarri og Hennu komu annars bara til Finnlands á laugardaginn og búa hjá foreldrum hennar þar til 1. Ágúst þegar þau fá íbúðina sína afhenta. Eru bara í fríi þangað til. 

Um kvöldið rölti ég svo aftur niður í miðbæ og hitti Jukka, einn af Finncon skipulagningargæjunum, og vini hans í pöbbamat og smá bjór.  Var með þeim fram eftir kvöldi áður en ég rölti aftur heim á hótel að sofa.

Það kann að virðast sem ég hafi gert voða lítið þennann dag en þetta fól allt saman í sér fleiri kílómetra að labbi svo ég var ansi þreyttur eftir daginn. 

 

Þriðjudagur (í dag):

Ferðadagur. Annars þekktur sem dagur hinna villandi upplýsinga. 

Strax eftir morgunmatinn fórum við Chantal að reception deskinu og báðum um airport taxi, en okkur hafi verið bent á að panta þannig til að fá flatt gjald og á réttum tíma fyrir flug. Þá sagði sú sem var í afgreiðslunni að við gætum bara pantað hann þegar okkur hentaði að fara.

Eftir hádegismat fórum við að hugsa okkur til hreyfings en þá var okkur sagt að við gætum ekki pantað airport taxi því það væri of stuttur fyrirvari, svo við urðum að taka venjulegann taxa.

Eftir flug til Helsinki skildust leiðir hjá okkur Chantal og við tók stress hjá mér að finna hliðið í næsta flug því það fór í loftið 45 mínútum eftir að fyrri vélin lenti, sem þýddi að það átti að byrja að hleypa fólki inn 5 mínútum eftir að ég komst út úr vélinni. Það gekk þó auðveldlega og ekkert mál að koma sér til Gautaborgar.

Að koma sér þaðan til Kungälv var annað mál og heldur verra.

Miðborgin er um 30 mín norðan við flugvöllinn og Kungälv aftur tæpum 30 mín norðar en það, sem þýddi að það að taka taxa alla kom eiginlega ekki til greina.  Ég tók flybussinn upp í miðborg sem var svosem ekkert mál, en eftir það fór þetta heldur að vandast. 

Ég vissi að ég átti að taka rútu en ég vissi ekki hvaða rútu eða hvernig ég fengi miða. Svo ég fer inn á brautarstöðina, sem er síðasta stopp hjá flybussinum og elti "tourist information skiltin". Þau leiða mig nokkur hundruð metra yfir í verslunarklasa hinum megin við götuna. En information deskið þar var að loka þegar ég kom að og þurfti að fara í næsta sem var nokkur hundruð metra eftir fjölmennri verslunargötu.

Ég rogast þangað með 25 kílóa töskuna mína og það hjálpar ekki til að það festist tyggjó eða eitthvað í hjólinu svo það verður skyndilega helmingri þyngra að draga hana og ég get ekki lagað þetta þar og þá.

Kemst loksins í information og gæjinn þar segir mér að það sé kiosk handan við hornið þar sem ég get keypt rútumiða og ég taki bara næstu "gron express" rútu. Hann benti mér reyndar í vitlausa átt svo ég þurfti að leita soldið að sjoppunni. Svo þegar ég er búinn að rogast til baka kemst ég að því að ég gat alls ekkert tekið bara næstu svona rútu heldur er bara ein og ein sem fer til Kungälv og næsta ekki fyrr en 45 mín seinna.

Mér var líka ráðlagt að kaupa svona 100-kort sem kostar ss 100 sænskar krónur og svo er bara tekið af því í hvert skipti sem maður fer í rútuna. Ég skil ekki alveg það sem stendur á því en annaðhvort kostaði farið hingað 60kr eða ég á 60kr eftir, sem mér finnst hvorugt sérstaklega góð nýting á svona korti.

Kungälv er þó mjög fallegur staður. Mikið af gróðri og virðist vera frekar lítið og notalegt samfélag bara. Hótelið er alveg upp við ána og mjög fallegt um að litast. Til að halda áfram að vera neikvæður verð ég þó að kvarta yfir því að herbergið er frekar lítið miðað við það að við verðum tveir í því og að það er svakalega heitt inni í því. Mikið mikið heitara en úti og engin vifta eða loftkæling eða neitt.  

Hef ekki haft orku í myndir í dag og var aldrei búinn að setja inn á tölvuna þær sem ég tók í gær. Hendi bara þessfleirum inn á morgun. Fékk líka nokkrar frá Jukka frá ráðstefnunni, m.a. af mér að babbla.  

Fer á morgun að hitta Hemma. Þó ég nenni nú varla niður í miðborg strax aftur þá held ég það verði nú auðveldara núna þar sem ég kann pínu á þetta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka til að sjá myndir, vonandi færðu ekki mjög leiðinlegan herbergisfélaga

Edda (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband